Meðal upplýsinga sem hægt er að nálgast er til dæmis ástand vatns, umhverfismarkmið, álag og aðgerðir til að bæta ástandið sé þess þörf. Ítarefni má finna á vatn.is.
Náttúruverndaráætlanir
Samkvæmt 65. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999, voru gefnar út tvær náttúruverndaráætlanir, 2004-2008 og 2009-2013.